Laugalækjarskóli á sigurbraut



 

Í mars varð skáksveit Laugalækjarskóla Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita með töluverðum yfirburðum og fylgdi á eftir með sigri á Íslandsmóti grunnskólasveita. Þessi árangur kom ekki á óvart, enda var sveitin þæa ríkjandi Íslands- og Norðurlandameistari í sínum flokki.

Skáksveit Laugalækjarskóla undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumót grunnskólasveita, sem fram fer í júní, en sveitin tók þar þátt á síðasta ári og stóð sig afar vel, en missti af sigrunum á lokasprettinum.

Sveit Laugalækjaskóla skipa:

1. borð: Daði Ómarsson T.R.
2. borð: Vilhjálmur Pálmason T.R.
3. borð: Matthías Pétursson T.R.
4. borð: Einar Sigurðsson T.R.
1. vara: Aron Ellert Þorsteinsson T.R.

Aðalþjálfari liðsins er Torfi Leósson, framkvæmdastjóri Skákskóla T.R.