Vormót TR blásið af.Sökum mjög lélegrar skráningar í Wow air vormót TR hefur verið ákveðið að fella niður mótið.   Það hlítur að vera umhugsunarefni fyrir skákhreyfinguna þegar okkar sterkari skákmenn sem þó hafa kallað eftir fjölbreyttara mótahaldi, sjá sér ekki fært að taka þátt í móti sem var sérstaklega hugsað fyrir þá.

TR vill þakka þeim sem skráðu sig til leiks og okkur þykir mjög miður að ekki skuli vera hægt að halda mótið.