Vetrarstarfið hafiðVetrarstarf Taflfélags Reykjavíkur hófst að venju með Stórmóti T.R. og Árbæjarsafns 12. ágúst sl. Tveimur dögum síðar fór fram 27. Borgarskákmótið í Ráðhúsinu 14. ágúst. Þetta mót er samstarfsverkefni T.R. og Hellis.

 

Skákæfingarnar hefjast laugardaginn 8. september! Á laugardögum kl. 11.30-13.30 verða skákæfingar fyrir stelpur á öllum aldri. Strax þar á eftir eða kl. 14-16 verða hinar hefðbundnu laugardagsæfingar fyrir stelpur og stráka fædd 1997 og síðar.

 

Taflfélag Reykjavíkur heldur margvísleg skákmót allan veturinn. Hér skal aðeins stiklað á stóru núna í haustbyrjun:

 

Barna-og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót T.R. verður haldið sunnudaginn 16. september.

 

Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. byrjar sunnudaginn 23. september. Teflt er þrisvar í viku og gert er hlé á mótinu á meðan Íslandsmóti skákfélaga stendur.

 

Vetrarmót öðlinga verður haldið 2. sinni og hefst miðvikudaginn 31. október. Teflt er einu sinni í viku.

 

Eftir áramót ber svo hæst Kornax mótið 2013 – Skákþing Reykjavíkur sem hefst sunnudaginn 6. janúar.

 

Skákkeppni vinnustaða verður haldin 1. febrúar.

 

Að auki verða haldin hraðskákmót, skákmót í samvinnu við Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Skákmót öðlinga í mars – maí svo eitthvað sé nefnt.

 

Skráning er þegar hafin í Barna-og unglingameistaramót/Stúlknameistaramót T.R. á taflfelag@taflfelag.is og einnig er skráningarform fyrir Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. á heimasíðu T.R., þar sem Mótaáætlun félagsins er einnig að finna. Nánari upplýsingar um skákæfingarnar og skákmótin í september er að finna á  www.taflfelag.is