Þorvarður efstur í ÖðlingamótinuFimmta umferð Öðlingamótsins fór fram í gærkvöldi þar sem sigurvegari síðasta árs, Þorvarður F. Ólafsson, sigraði Hrafn Loftsson á meðan alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason og Sigurður Daði Sigfússon gerðu jafntefli.  Þorvarður er því einn efstur með 4,5 vinning en Sævar kemur næstur með 4 vinninga og mætast þeir í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fer fram á miðvikudagskvöld.