Stúlknaæfingar TR hafnarStúlknaskákæfingar Taflfélags Reykjavíkur héldu áfram eftir jólafríið, 9. janúar síðastliðinn. Átta einbeittar og áhugasamar stúlkur mættu á þessa fyrstu skákæfingu ársins 2021. Til viðbótar við þær sem hafa stundað skákina í nokkur ár, bættust nokkrar í hópinn í dag, meðal annars systur og vinkonur. Allar kunnu þær mannganginn, þannig að þeim var ekkert að vanbúnaði að kynnast meiri töfrum á skákborðinu. Nóg er af taka þar! Góð og skemmtileg stemning er á þessum æfingum og eru allar stúlkur á grunnskólaaldri velkomnar að bætast í hópinn! Skákæfingar stúlkna eru á laugardögum kl. 12.30 – 13.45. Skráning og allar upplýsingar á heimasíðu TR: www.taflfelag.is