Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur framundan!Á föstudagskvöld kl. 20.00 er komið að þriðja skemmtikvöldi vetrarins!  Í tilefni af einvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand um heimsmeistartitilinn sem hefst í Sochi á laugardag munum við tefla stöður úr innbyrðis viðureignum þessara miklu meistara.  En eins og alltaf á skemmtikvöldum TR þá eru sérreglur varðandi mótið.

Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:

 1. Tímamörkin eru sótt í smiðju Stefáns Steingríms Bergssonar úðunarsérfræðings og framkvæmdastjóra Skákakademíunnar. 
  • Keppendur skipta milli sín tíu mínútum. Hver 100ELO-stig sem munar á keppendum draga þá í sundur um eina mínútu í hvora átt. 200 stig tvær mínútur í hvora átt. Alveg niður í eina mínútu gegn níu mínútum þegar munurinn er 400 stig eða meir. 1 sekúnda bætist við hvern leik. Sá sem hefur minni tíma á klukkunni í upphafi skákar ræður hvoru megin hún stendur.  
 2. Tefldar verða stöður úr skákum Carlsen og Anand
 3. Tefldar verða 12 skákir.
 4. Keppendur tefla innbyrðis eina skák með hvítt og eina skák með svart. (2. skáka viðureign milli keppenda)
 5. Tvær stöður úr skákum Carlsen/Anand verða í boði í hverri viðureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor staðan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöðunum.
 6. Önnur af stöðunum sem hægt er að velja úr í hverri umferð verður gerð opinber á fimmtudag, og keppendur geta því undirbúið sig og valið þá stöðu þegar þeir fá svart, ..eða ekki.
 7. Stöðurnar geta bæði verið úr þekktum byrjunum eða þegar þeim sleppir.
 8. Gerð verða tvö hlé til Billjardbarsferða meðan á mótinu stendur.
 9. Verðlaun:
  1.sæti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
  2.sæti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
  3.sæti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
 10. Þátttökugjald er 500 krónur sem innheimt verður af festu og ákafa fyrir fyrstu umferð.
 11. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er að geta þess að áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
 12. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Karlöndin 2014 

Tekið skal fram að í vor verður haldin skemmtikvöldakóngakeppni þar sem Mórinn 2014, Karlöndin 2014, Úlfurinn 2014 (eða 2015) og aðrir sigurvegarar skemmtikvöldanna munu mætast í uppgjöri þeirra bestu.

 Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur hafa notið mikilla vinsælda og eru frábær skemmtun!

Verið velkomin.