Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúarSkákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.

Boðið er upp á tvær yfirsetur (bye) í umferðum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiðni um yfirsetu til skákstjóra í síðasta lagi við upphaf umferðarinnar á undan. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu.

Dagskrá:

1. umferð sunnudag 3. janúar kl. 14
2. umferð miðvikudag 6. janúar kl. 19.30
3. umferð sunnudag 10. janúar kl. 14.00
4. umferð miðvikudag 13. janúar kl. 19.30
5. umferð sunnudag 17. janúar kl. 14.00
6. umferð miðvikudag 20. janúar kl. 19.30
7. umferð sunnudag 24. janúar kl. 14
8. umferð miðvikudag 27. janúar kl. 19.30
9. umferð sunnudag 31. janúar kl. 14

Verðlaun:

  • 1. sæti kr. 120.000
  • 2. sæti kr. 60.000
  • 3. sæti kr. 30.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum – bókaverðlaun
  • Besti árangur undir 1400 skákstigum – bókaverðlaun
  • Besti árangur undir 1200 skákstigum – bókaverðlaun
  • Besti árangur stigalausra – bókaverðlaun

Fide stig gilda við úthlutun stigaverðlauna – annars íslensk stig.

Þátttökugjöld:

kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri
kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri

Skráningarform

Skráðir keppendur

Keppt er um titilinn “Skákmeistari Reykjavíkur 2016” og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eða eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.

Verði keppendur jafnir að vinningum í þremur efstu sætunum, verður verðlaunum skipt (Hort útreikningur), en stigaútreikningur látinn skera úr um verðlaunasæti. Í aukaverðlaunaflokkum ganga verðlaun óskipt til þess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákþingið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Vinsamlegast mætið tímanlega á skákstað til að staðfesta skráningu og greiða þátttökugjald. Athugið að skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, þ.e. kl. 13.45.