Sigur hjá Vigni í fjórðu umferðFjórða umferð á Heimsmeistaramóti ungmenna fór fram í dag og okkar maður, Vignir Vatnar Stefánsson, gerði sér lítið fyrir og vann Rússann, Anton Sidorov, í hörkuskák sem taldi 70 leiki.  Flottur sigur hjá Vigni en rússneski strákurinn er um 250 stigum hærri.  Vignir er núna með 2,5 vinning, hefur byrjað mótið vel og er með ágætis stigagróða sem stendur.  Pörun fyrir fimmtu umferð sem hefst á morgun mánudag kl. 9 að íslenskum tíma verður birt síðar í kvöld en allar líkur eru á að Vignir fái aftur stigahærri andstæðing.  Tvær umferðir verða tefldar á morgun og hefst sú síðari kl. 16 að íslenskum tíma.

 

Skák Vignis úr fyrstu umferð er nú aðgengileg hér.

  • Heimasíða mótsins
  • Úrslit, staða og pörun
  • Beinar útsendingar