Pétur Matt bloggar frá “Mýslubæ”G. Pétur Matthíasson, faðir Matthíasar Péturssonar í Laugalækjarskóla, er með strákunum í för, þarna austur í Mysliborz. Hann hefur bloggað einstaklega skemmtilega um ferðina og aðstæður, eins og vönum fjölmiðlamanni sæmir.

 

En slóð hans er: http://gpetur.blogspot.com/

 

Skora á alla að fylgjast vel með síðu G. Péturs, sem er okkur að góðu kunnur úr sjónvarpsfréttunum.