Ný heimasíða T.R.Taflfélag Reykjavíkur hefur nú opnað nýtt vefsvæði, www.taflfelag.is. Hið gamla verður þó í loftinu aðeins áfram.

 
Nýja síðan er vitaskuld ekki fullgerð enn, enda var ekki ákveðið að ráðast í þetta verkefni fyrr en um miðjan maí og fékk félagið lénið afhent föstudaginn 18. maí. En vonandi verður hægt að uppfæra síðuna smám saman og er stefnan sú, að hún verði tilbúin í svo til endanlegri mynd næsta haust

Það er vefhönnunarfyrirtækið Allra átta sem hýsir vefsíðu T.R. og leggur til félagsins hið vinsæla vefhönnunarkerfi A8. Taflfélagið þakkar Allra átta kærlega fyrir veittan stuðning