Meistaramót Truxva í hraðskák fer fram 5.júníTruxvi, ungliðahreyfing Taflfélags Reykjavíkur, heldur meistaramót sitt í hraðskák næstkomandi mánudag og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Mótið er opið öllu því vaska skákfólki sem mætt hefur á afreksæfingar Daða Ómarssonar síðastliðinn vetur ásamt því sem öllum TR-ingum, ungum sem öldnum, sem einhvern tímann hafa rofið 2000 stiga múrinn er boðið að tefla með. Aðgangseyrir er enginn.

Skráning fer fram á rafrænu skráningarformi sem finna má í gula kassanum á skak.is.

Skráðir keppendur.