Magnús Friðriksson með fullt hús á Þriðjudagsmóti



Selfyssingurinn síkáti, Magnús Friðriksson, sigraði þriðjudagsmótið 9. júní síðastliðinn með fullu húsi, fjóra vinninga af fjórum. Græðir hann 34 stig fyrir árangurinn. Glæsilegur árangur hjá honum. Næstir voru Matthías Björgvin Kjartansson, Oddgeir Ottesen, Gauti Páll Jónsson og Birkir Hallmundarson með 3 vinninga. Þess ber að geta að landsmótsmeistarinn Matthías Björgvin sigraði mótstjórann Gauta Pál með glæsibrag og hækkar um 49 stig fyrir árangurinn á mótinu. Birkir hækkar um 52 stig. Margir efnilegir skákmenn úr Skákdeild Breiðabliks greinilega. Úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results. 16 skákmenn tóku þátt á mótinu sem er fín mæting sérsatklega í ljósi þess að mótin áttu að fara í sumarfrí, en ákveðið var að halda þeim áfram út júní. Næsta mót verður þriðjudagskvöldið 16. júní næstkomandi í félagsheimili TR, Faxafeni 12 klukkan 19:30.