Jon Olav efstur á fimmtudagsmóti TRNorski Íslendingurinn Jon Olav Fivelstad stóð uppi sem sigurvegari á þriðja atskákmótinu í TR þetta árið, þann 23. janúar. Hlaut hann fjóra vinninga af fjórum möguleikum og græddi 19 atskákstig fyrir það. Næstur var Kristján Örn Elíasson með þrjá vinninga, en þeir áttust við í lokaumferðinni. Það var fámennt en góðmennt á mótinu, meðan kári blés hraustlega og Faxafenið nötraði, þó ekki vegna ópa og gargs!

Hér má nálgast dagsrká mótanna. Næsta mót verður fimmtudagskvöldið 30. janúar næstkomandi.

Mótin hefjast kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fjórar umferðir, tímamörk eru 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma og reiknast mótin til atskákstiga.