Jafntefli hjá Guðmundi í 7. umferð



Guðmundur Kjartansson (2388) gerði sitt fjórða jafntefli í röð á Big Slick mótinu í London, nú í sjöundu umferð gegn enska alþjóðlega meistaranum, Simon Ansell (2394).  Guðmundur er í 9. sæti með 2 vinninga þegar tvær umferðir eru eftir.  Á morgun mætir hann portúgalska stórmeistaranum, Luis Galego (2454).

Guðmundur teflir í lokuðum og nokkuð sterkum stórmeistaraflokki þar sem stigahæsti keppandinn er með 2517 skákstig.  Tíu keppendur eru í flokknum og tefla allir við alla, níu umferðir.  Til að ná stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga og 5,5 til að ná alþjóðlegum áfanga.

Staðan eftir 7 umferðir:

1 GM Cherniaev, Alexander 5.0 RUS M 2423 2557 +1.28 ½ 1 1 ½ ½ 1 ½
2 Slavin, Alexei 5.0 RUS M 2308 2538 +2.19 1 ½ ½ 1 ½ ½ 1
3 GM Arkell, Keith C 4.5 ENG M 2517 2461 -0.41 ½ 1 1 ½ ½ ½ ½
4 GM Galego, Luis 4.5 POR M 2454 2462 +0.14 1 ½ ½ ½ ½ ½ 1
5 Poobalasingam, Peter S 4.0 ENG M 2240 2464 +2.05 ½ ½ ½ ½ 1 ½ ½
6 GM Gormally, Daniel W 3.0 ENG M 2487 2346 -1.36 ½ 0 ½ ½ ½ ½ ½
7 IM Ansell, Simon T 3.0 ENG M 2394 2330 -0.64 0 1 0 ½ 0 1 ½
8 IM Rudd, Jack 2.5 ENG M 2357 2307 -0.52 1 0 1 0 ½ 0 0
9 FM Kjartansson, Gudmundur 2.0 ISL M 2388 2242 -1.38 0 0 0 ½ ½ ½ ½
10 FM Eames, Robert S 1.5 ENG M 2312 2154 -1.35 0 ½ 0 ½ ½ 0 0

Heimasíða mótsins