Hrannar og Hjörvar efstir á SkeljungsmótinuSjötta umferð Skeljungsmótsins – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld.  Forystusauðurinn, Hrannar Baldursson (2080), gerði jafntefli við Þorvarð Ólafsson (2182) á meðan Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) sigraði Torfa Leósson (2155).  Hjörvar hefur því náð Hrannari að vinningum og eru þeir nú efstir og jafnir með 5,5 vinning.  Jöfn í þriðja og fjórða sæti með 5 vinninga eru Þorvarður og Lenka Ptacnikova (2249).

Fjórum skákum var frestað og fara fram á morgun, laugardag kl. 13.  Pörun sjöundu umferðar liggur fyrir að þeim loknum.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins.