Helgi Áss Grétarsson genginn í TR



Nú á dögunum gekk stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson í Taflfélag Reykjavíkur, úr Skákfélaginu Hugin. Er hann mikill fengur fyrir félagið, enda einn virkasti stórmeistari þjóðarinnar um þessar mundir. Hann mun vera mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök á Íslandsmóti skákfélaga. Fleiri gengu til liðs við TR, en þar má nefna Hilmar Garðars Þorsteinsson (1805), Daða Ómarsson (2279) og Júlíus Friðjónsson (2115). Hilmar gengur úr Skákfélaginu Hugin en Daði og Júlíus höfðu undanfarið teflt fyrir Hróka alls fagnaðar og Skákfélag Siglufjarðar en höfðu þar áður verið í TR. 

Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson gekk hins vegar fyrir skömmu til liðs við Skákfélag Selfoss og nágrennis. Taflfélag Reykjavíkur þakkar Braga fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju félagi.