Héðinn Steingrímsson er genginn úr T.R.



Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2470) hefur sagt sig úr Taflfélagi Reykjavíkur með bréfi frá 4. júlí s.l.

Taflfélagið þakkar honum samstarfið á síðustu 25 árum og minnir á, að vegurinn að heiman, er jafnframt vegurinn heim.

Jafnframt vill Taflfélagið óska honum velfarnaðar hjá nýju félagi, hvert svo sem það verður, og óska honum jafnframt til hamingju með góðan árangur á sl. misserum.