Hannes Hlífar hættur í T.R.Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson, gekk á dögunum til liðs við Taflfélagið Helli úr Taflfélagi Reykjavíkur.  Hannes er stigahæsti skákmaður Íslands og ljóst er að það er mikill missir af honum úr T.R.

Stjórn T.R. þakkar Hannesi fyrir veru sína í félaginu og óskar honum góðs gengis á nýjum vetvangi og hlakkar jafnframt til endurkomu hans í félagið síðar meir.