Guðmundur Kristinn Lee er genginn í TRHinn efnilegi Guðmundur Kristinn Lee, einn af heimsmeisturum Salaskóla, hefur ákveðið að ganga til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Guðmundur hefur verið í Taflfélaginu Helli fram til þessa.

Guðmundur verður öflug viðbót við unglingalið Taflfélagsins, sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári, en nýverið gengu tveir aðrir Salaskólastrákar til liðs við TR.

Taflfélagið býður Guðmund hjartanlega velkominn í félagið og væntir mikils af honum og félögum hans í framtíðinni.