Glæsilegur hópur krakka á fyrsta móti Páskaeggjasyrpunnar



Það var mikið fjör í gær þegar fyrsta mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur var haldið í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12.  Á áttunda tug barna mætti til leiks en tefldar voru sex umferðir í tveimur flokkum með tíu mínútna umhugsunartíma á keppanda.  Mótahald gekk afburðar vel og var aðdáunarvert hve fagmannlega krakkarnir, sem voru á öllum aldri, báru sig við skákborðið.  Skákstjórn var í öruggum höndum Björns Jónssonar, Sigurlaugar R. Friðþjófsdóttur og Kjartans Maack en Birna Halldórsdóttir stóð vaktina í hinu rómaða Birnu-Kaffi.

Í yngri flokki (2005-2008) voru 46 keppendur skráðir til leiks og þar hafði Sólon Siguringason sigur með 5,5 vinning en næstir í mark með 5 vinninga komu Óskar Víkingur Davíðsson, Róbert Luu og Björn Magnússon.

28 keppendur spreyttu sig í eldri flokki (1998-2004) þar sem Íslandsmeistarinn og fyrrverandi Norðurlandameistari, Vignir Vatnar Stefánsson, sigraði með fullu húsi vinninga en Björn Hólm Birkisson kom næstur með 5 vinninga.  Sex keppendur fylgdu á eftir með 4 vinninga; Bárður Örn Birkisson, Aron Þór Mai, Brynjar Bjarkason, Mikael Maron Torfason, Óðinn Örn Jacobsen Helgason og Þorsteinn Magnússon.

 

Páskaeggjasyrpan samanstendur af þremur mótum sem öll eru með sama sniði.  Næstu mót fara fram næstkomandi tvo sunnudaga og viljum við í Taflfélaginu hvetja ykkur, krakkar og aðstandendur, til að mæta á þau líka þó að það sé að sjálfsögðu ekki skilyrði að vera með í öllum mótunum.  Þeir sem taka þátt í tveimur mótum fá allir ljúffengt páskaegg frá Nóa Síríus.

Skráningarform hefur nú verið tekið niður en þeir sem ekki voru búnir að skrá sig geta engu að síður verið með í næstu mótum.  Bara nóg að mæta á skákstað og gott að tilkynna sig 15 mínútum fyrir upphaf móts.

 

Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til allra krakkanna og aðstandenda þeirra fyrir frábærar undirtektir og vonast svo sannarlega til að sjá ykkur öll aftur næstkomandi sunnudag.

  • Myndir
  • Páskaeggjasyrpan

Lokastaðan

Yngri flokkur

1 Sólon Siguringason,          5.5
2-4 Óskar Víkingur Davíðsson, 5
Róbert Luu, 5
Björn Magnússon, 5
5-7 Guðni Viðar Friðriksson, 4.5
Gabríel Sær Bjarnþórsson, 4.5
Vignir Sigur Skúlason, 4.5
8-13 Alexander Björnsson, 4
Alexander Már Bjarnþórsso, 4
Birkir Snær Steinsson, 4
Viktor Smári Unnarsson, 4
Stefán Orri Davíðsson, 4
Arnar Hrafn Ólafsson, 4
14-18 Ylfa Ýr Welding Hákonardó, 3.5
Reynir Þór Stefánsson, 3.5
Óttar Örn Bergmann Sigfús, 3.5
Adam Omarsson, 3.5
Magnús Hjaltason, 3.5
19-28 Árni Ólafsson, 3
Freyr Grímsson, 3
Bjarki Freyr Mariansson, 3
Guðmann Brimar Bjarnason, 3
Eydís Magnea Friðriksdótt, 3
Ragnar Már Halldórsson, 3
Ísak Orri Karlsson, 3
Elísabet Xiang Sveinbjörn, 3
Sólveig Bríet Magnúsdótti, 3
Stefán Geir Hermannsson, 3
29-32 Gerardas Slapikas, 2.5
Stefán Gunnar Maack, 2.5
Marel Baldvinsson, 2.5
Ragnheiður Þórunn Jónsdót, 2.5
33-38 Karítas Jónsdóttir, 2
Matthías Andri Hrafnkelss, 2
Kristján Hjörvar Sigurkar, 2
Kári Christian Bjarkarson, 2
Eva Júlía Jóhannsdóttir, 2
Eiríkur Sveinsson, 2
39-42 Kolbeinn Helgi Magnússon, 1.5
Davíð Steinn Magnússon, 1.5
Elín Snæfríður Conrad, 1.5
Krummi Þór Guðmundarson, 1.5
43-44 Iðunn Helgadóttir, 1
Snorri Freyr Harðarson, 1
45 Iðunn Ólöf Berndsen, 0.5
46 Ari Dagur Hjörvarsson, 0

Eldri flokkur

1    Vignir Vatnar Stefánsson,      6
2 Björn Hólm Birkisson, 5
3-8 Bárður Örn Birkisson, 4
Aron Þór Mai, 4
Brynjar Bjarkason, 4
Mikael Maron Torfason, 4
Óðinn Örn Jacobsen Helgason, 4
Þorsteinn Magnússon, 4
9-10 Matthías Ævar Magnússon, 3.5
Þorsteinn Emil Jónsson, 3.5
11-18 Jon Otti Sigurjonsson, 3
Sindri Snær Kristófersson, 3
Olafur Orn Olafsson, 3
Brynjar Haraldsson, 3
Rut Sumarrós Eyjólfsdótti, 3
Axel Óli Sigurjónsson, 3
Jón Þór Lemery, 3
Brynjar Halldórsson, 3
19 Benedikt Ernir Magnússon, 2.5
20-25 Arnar Milutin Heiðarsson, 2
Arnar Jónsson, 2
Alexander Oliver Mai, 2
Eldar Sigurðarson, 2
Sigmar Þór Baldvinsson, 2
Kacper Róbertsson, 2
26 Einir Ingi Guðmundsson, 1.5
27 Bergþór Bjarkason, 1
28 Ottó Bjarki Arnar, 0