Formenn

Formenn Taflfélags Reykjavíkur

Það má segja, að fólk af ýmsum toga hafi borið formannstitil T.R. Þar má finna stjórnmálamenn, embættismenn athafnamenn, fræðimenn og marga fleiri. Fyrsti formaður félagsins var Sigurður Jónsson fangavörður, mikill heiðursmaður, sem kom mikið við sögu Reykjavíkur á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Í heildina má segja, að formenn T.R. hafi verið eins fjölbreyttir og fólkið, eða a.m.k. karlpeningurinn, í landinu.

Fyrsta konan sem kjörin var formaður T.R. var Sigrún Andrewsdóttir en það gerðist árið 1985. Eiginmaður hennar, Grétar Áss Sigurðsson, hafði verið formaður T.R. nær þrjátíu árum áður. Meðal sona þeirra hafa tveir orðið formenn Taflfélagsins Hellis, Helgi og Andri Áss, og dóttir þeirra, Guðfríður Lilja, er fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands.

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir hefur lengi setið í stjórn Taflfélagsins og árið 2009 tók hún við formennsku af Óttari Felix Haukssyni sem gegnt hafði embættinu í fjögur ár.  Sigurlaug er dóttir Friðþjófs Max Karlssonar, fyrrum formanns T.R

Tveir bræður hafa verið formenn T.R., þeir Áki og Sturla Péturssynir, Zóphóníassonar, sem var um tíma formaður T.R. og margfaldur skákmeistari Íslands og Taflfélagsins.

Síðan má geta þess, að Ágúst Pálmason, formaður T.R. 1923-26, var afi Auðbergs Magnússonar, formanns Skákdeildar Hauka.

Ef fleiri merkileg tengsl eru að finna meðal formanna T.R., má gjarnan senda upplýsingar þar að lútandi til vefstjóra.

Formenn frá upphafi

  • 2023- Gauti Páll Jónsson
  • 2019-2023 Ríkharður Sveinsson*
  • 2016-2019 Kjartan Maack
  • 2013-2016 Björn Jónsson
  • 2009-2013 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir
  • 2005-2009 Óttar Felix Hauksson
  • 2002-2005 Torfi Leósson
  • 2001-2002 Sigurður Daði Sigfússon
  • 1997-2001 Ríkharður Sveinsson
  • 1996-1997 Þröstur Þórhallsson
  • 1994-1996 Ólafur H. Ólafsson
  • 1991-1994 Árni Ármann Árnason
  • 1986-1991 Jón G. Briem
  • 1986 Kristinn B. Þorsteinsson
  • 1985-1986 Sigrún Andrewsdóttir
  • 1981-1985 Friðþjófur Max Karlsson
  • 1980-1981 Guðfinnur Kjartansson
  • 1976-1980 Stefán Björnsson
  • 1974-1976 Guðfinnur Kjartansson
  • 1966-1974 Hólmsteinn Steingrímsson
  • 1965-1966 Pétur Eiríksson
  • 1964-1965 Jónas Þorvaldsson
  • 1961-1964 Jóhann Þórir Jónsson
  • 1960-1961 Guðmundur Lárusson
  • 1959-1960 Ólafur Magnússon
  • 1958-1959 Guðmundur S. Guðmundsson
  • 1957-1958 Grétar Áss Sigurðsson
  • 1956-1957 Jón Pálsson
  • 1955-1956 Guðmundur S. Guðmundsson
  • 1954-1955 Knud Kaaber
  • 1953-1954 Sveinn Kristinsson
  • 1952-1953 Þórir Ólafsson
  • 1949-1951 Guðmundur S. Guðmundsson
  • 1948-1949 Theódór Guðmundsson
  • 1947-1948 Sturla Pétursson
  • 1946-1947 Víglundur Möller
  • 1945-1946 Ívar Þórarinsson
  • 1943-1945 Aðalsteinn Halldórsson
  • 1942-1943 Friðrik Björnsson
  • 1939-1941 Sæmundur Ólafsson
  • 1938-1939 Áki Pétursson
  • 1937-1938 Guðmundur Ólafsson
  • 1936 Björn F. Björnsson
  • 1935 Steingrímur Guðmundsson
  • 1934 Baldur Möller
  • 1933 Gústav Sigurbjarnarson
  • 1929-1932 Brynjólfur Stefánsson
  • 1928 Friðrik Björnsson
  • 1927 Elís Ó. Guðmundsson
  • 1923-1926 Ágúst Pálmason
  • 1922 Friðrik Björnsson
  • 1920-1921 Þorlákur Ófeigsson
  • 1919 Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi
  • 1917-1918 Guðmundur Breiðfjörð
  • 1914-1916 Pétur Zóphóníasson
  • 1911-1913 Sumarliði Sveinsson
  • 1910 Ólafur Thors, síðar forsætisráðherra
  • 1909 Sigurður Thoroddsen
  • 1903-1908 Jens Waage
  • 1901-1902 Sigurður Jónsson

* lést í embætti