Fjöltefli gegn Sævari á laugardagsæfingu



16 börn mættu á laugardagsæfinguna 7. mars. Sævar Bjarnason tefldi fjöltefli við allan hópinn. Leikar fóru 16-0 fyrir Sævari, en ekki unnust allar skákirnar auðveldlega hjá Sævari. Á tímabili leit út fyrir að einn drengur næði jafntefli á móti alþjóðlega meistaranum, en þó það tækist ekki í þetta sinn var þetta góð frammistaða gegn svo sterkum skákmanni sem Sævar er. Í fjölteflinu reynir svolítið á þolinmæðina, því það gengur ekki að tefla á 100 km. hraða, heldur þarf að nota tímann sem það tekur Sævar að fara hringinn til að hugsa um næsta leik. Það er ágætt, því það þarf að skoða marga mögulega leiki og velja svo þann besta í stöðunni. Eftir kaffi var frjálst tafl og krakkarnir voru dugleg að tefla hvert við annað. Margir vildu tefla við Sævar og Stefanía Bergljót sem er 14 ára tefldi líka við krakkana. Það hentaði vel að hafa fjöltefli á þessari æfingu, þar sem flestar af stafrænu skákklukkum félgasins voru í láni á Íslandsmóti barnaskólasveita (12 ára og yngri) sem fram fór í Rimaskóla einnig á þessum sama laugardegi. Þar tefldu 40 sveitir frá ýmsum skólum af landinu, eða vel yfir 160 krakkar! Þar á meðal voru nokkrir krakkar sem hafa verið að mæta vel á skákæfingarnar í T.R. í vetur og það skýrir líka af hverju það mættu “bara” 16 á þessa laugardagsæfingu! Meðal annarra voru þarna Mariam, Ólafur Örn, Tjörvi Týr, Kveldúlfur, Smári og kannski einhverjir fleiri? Þarna voru líka þeir Friðrik Þjálfi Stefánsson (Grunnskóli Seltjarnarness) og Birkir Karl Sigurðsson (Salaskóli), T.R.-ingar, sem tefldu fyrir sína skóla á 1. borði og stóðu sig með afbrigðum vel. En þeir unnu báðir allar sínar skákir í mótinu, 7 að tölu (en mættust ekki). Þeir eru að vísu ekki lengur á laugardagsæfingunum, heldur eru komnir í framhaldshóp hjá Torfa Leóssyni.  En nú aftur að laugardagsæfingunni. Allir krakkarnir sem mættu fengu 1 mætingarstig: Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Halldóra Freygarðsdóttir, Þorsteinn Freygarðsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Hróðný Rún Hölludóttir, Páll Ísak Ægisson, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Gauti Páll Jónsson, Atli Freyr Gylfason, Gunnar Helgason, Sigurður Alex Pétursson, Ísak Indriði Unnarsson, María Zahida, Samar-e-Zahida, Finnbogi Tryggvason, Hörður Sindri Guðmundsson. Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.Stigin standa núna eftir 9 laugardagsæfingar (talið frá áramótum) 1. Gauti Páll Jónsson 19 stig2.-3. Mías Ólafarson, Þorsteinn Freygarðsson 14 stig4. Einar Björgvin Sighvatsson 12 stig5. Hörður Sindri Guðmundsson 10 stig6.-8. Erik Daníel Jóhannesson, Jakob Alexander Petersen, Gunnar Helgason 9 stig9.-11. Figgi Truong, Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 8 stig12.-16. Tjörvi Týr Gíslason, Kristófer Þór Pétursson, Smári Arnarson, Sigurður Alex Pétursson, Páll Ísak Ægisson 7 stig17.-20. Kristján Nói Benjamínsson, Jóhann Markús Chun, Samar-e-Zahida, María Zahida 6 stig21. 24. Elvar P. Kjartansson, Ólafur Örn Olafsson, Kristján Gabríel Þórhallsson, Atli Freyr Gylfason 5 stig.25.- 30. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Kveldúlfur Kjartansson, Mariam Dalía Ómarsdóttir, Ísak Indriði Unnarsson, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 4 stig.31.-33. Tinna Chloe Kjartansdóttir, Svavar Egilsson, María Ösp Ómarsdóttir, 3 stig.34.-40. Guðmundur Óli Ólafarson, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, Bragi Þór Eggertsson, Madison Jóhannesdóttir, Muhammad Zaman, Ayub Zaman 2 stig.41.-59. Ásdís Ægisdóttir, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez, Bjarki Harðarson, Gylfi Már Harðarson, Elías Magnússson, Pétur Sæmundsson, Halldór Ísak Ólafsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Hróðný Rún Hölludóttir, Finnbogi Tryggvason 1 stig.   Umsjónarmaður var Elín Guðjónsdóttir með dyggri aðstoð dóttur sinnar Stefaníu.  Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.