Fimmtudagsæfing í kvöldHin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Minnt er á að því oftar sem er mætt í vetur, því meiri líkur eru á að vinna til ástundunarverðlauna í lok vetrar.