Davíð Kjartansson sigraði á Jólahraðskákmóti TR 

 

Jólamóthraðskák TR fór fram föstudagskvöldið 28. desember í Skákhöllinni í Faxafeni. Tefldar voru þrettán umferðir og var hart barist að venju. Það var mjótt á munum í lokin milli þriggja efstu manna, þó fór það svo að Davíð Kjartansson stóð uppi sem sigurvegari fór taplaus í gegnum mótið og hlaut 12 vinninga af 13. Annar var Róbert Lagerman með 11½ og þriðji hinn sórefnilegi Daði Ómarsson með 11 vinninga, en hann náði að leggja Róbert og var það eina tapskák Róberts í mótinu. Daði gaf fáum grið og tapaði einnig aðeins einni skák, fyrir efsta manni mótsins Davíð Kjartanssyni. Bikarar voru veittir fyrir þrjú efstu sætin auk góðra tónlistarverðlauna frá Zonet útgáfu. Mótsstjóri var Óttar Felix Hauksson