Annað mót Brim mótaraðarinnar verður haldið helgina 26.-28. febrúar næstkomandi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Föstudagurinn 26. febrúar klukkan 19:30
1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5
Laugardagurinn 27. febrúar klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30
Laugardagurinn 27. febrúar klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30
Sunnudagurinn 28. febrúar klukkan 11: 7.umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30.
Á sunnudeginum klukan 16 verður haldið 9. umferða hraðskákmót með tímamörkunum 3+2.
Þáttökugjöld: 4000kr.
2000kr. fyrir 17 ára og yngri
Ókeypis fyrir GM/IM og TR-inga 17 ára og yngri
Verðlaunafé í mótinu:
- 15.000
- 10.000
- 8000
Verðlaunasjóður fyrir samanlagðan árangur í mótunum sex:
Heildarkeppnin:
- 125.000kr.
- 75.000kr.
- 50.000kr.
Efsta skákkonan: 33.000kr.
Efstur U1900 skákstigum, júní listinn 2020: 33.000kr.
Efstur 17 ára og yngri: 33.000
Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.
Stigakeppnin virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Aukastig fyrir sigur í hraðskákmótinu eftir aðalmótið. Stigakeppnir með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Fjögur bestu mót hvers þáttakanda gilda í stigakeppninni
Fréttir síðustu móta:
Staða efstu manna í stigakeppninni að afloknu einu móti:
- Vignir Vatnar Stefánsson 13 stig
- Davíð Kjartansson 9 stig
- Guðmundur Kjartansson 8 stig
- Lenka Ptacnikova 7 stig
Almenn Kynning á Mótaröðinni:
Taflfélag Reykjavíkur kynnir með stolti, í samstarfi með þremur félögum, Skákfélagi Akureyrar, Skákfélagi Selfoss og nágrennis og Skákfélaginu Hugin, BRIM Skákmótaröðina 2020-2021!
Haldin verða sex helgarskákmót, þrjú í TR, eitt á Norðurlandi, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Á föstudegi verða tefldar fjórar atskákir, á laugardegi tvær kappskákir og á sunnudegi ein kappskák.
Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Skáksambandi Íslands. Keppt verður um glæsileg verðlaun; 350.000 króna verðlaunasjóður er fyrir bestan samanlagðan árangur. Það verður stigakeppni þar sem fjögur bestu mót hvers skákmanns gilda.
 Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins
				