Boðsmót TR – alþjóðlegt mótA-flokkur Boðsmóts T.R. verður í ár alþjóðlegt mót með möguleikum á AM-áföngum.  Mótið verður 10 manna lokaður flokkur og fer fram dagana 17.-26. september í Skákhöllinni að Faxafeni 12.  Eftirtaldir munu tefla í mótinu: 

 

AM Jón Viktor Gunnarsson      2427

FM Esben Lund                           2396

AM Bragi Þorfinnsson               2389

FM Ingvar Þór Jóhannesson   2344

FM Guðmundur Kjartansson   2306

AM Kestutis Kaunas                  2273

Domantas Klimciauskas           2162

Andrzej Misiuga                         2147

Daði Ómarsson                          1951

Matthías Pétursson                    1919

 

Til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 7 vinninga úr 9 skákum.

Taflmennska hefst kl.17 alla dagana.  Dregið verður um töfluröð sunnudagskvöldið 16. september kl.20.