Atskákmót öðlinga hefst í kvöld



Atskákmót öðlinga 2007 hefst í kvöld, 14. nóv, og verður fram haldið

miðvikudagana 21. og 28. nóv. Taflið hefst kl. 19:30 alla dagana. Tefldar verða 9 umferðir

 

Þrjár skákir á kvöldi. Umhugsunartími 25 mín. á skák.

 

Þátttökurétt hafa allir sem eru 40 ára og eldri. Heyrst hefur, að Gunnar Björnsson, sem nýlega varð fertugur, ætli að mæta til leiks, en það hefur ekki fengist staðfest.

 

Teflt verður í félagsheimili TR í Faxafeni 12.

 

Þátttökugjald er kr 1.500.

 

Skráning og upplýsingar : Ólafur S. Ásgrímsson  GSM  895-5860. (olibirna@simnet.is)