2 sigrar, þrjú töp í PóllandiAron Ellert Þorsteinsson og Einar Sigurðsson unnu sínar skákir í 2. umferð Póllandsmótsins. Daði Ómarsson, Matthías Pétursson og Vilhjálmur Pálmason töpuðu allir skákum sínum gegn sterkum andstæðingum.

Einar og Aron unnu góða sigra. Vilhjálmur fékk góða stöðu úr byrjuninni, en missti þráðinn þegar á leið og tapaði. Matthías fékk um það bil jafna stöðu, en tapaði síðan peði og smátt og smátt fjaraði út. Daði Ómarsson fékk ágæta stöðu úr byrjuninni, gegn stórmeistara, og hafði jafnteflislega stöðu, uns hann missti þráðinn í hróksendatafli og tapaði. Skákir þessara þriggja voru sendar út beint á heimasiðu mótsins.

Strákarnir hafa allir einn vinning.

Þriðja umferð fer fram á morgun og hefst kl. 09:30 að staðartíma.