Á laugardaginn kemur, 2. maí, ætlum við að hafa vorhátíðarskákæfingu sem jafnframt verður síðasta laugardagsæfing vetrarins 2008-2009!
Þá ætlum við að:
1) tefla, tefla, tefla
2) veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu/ástundun á laugardagsæfingunum á þessari önn (í aldurshópum)
3) veita viðurkenningar fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum
4) gefa nýjum félagsmeðlimum Taflfélags Reykjavíkur skákbók að gjöf
Verið velkomin á vorhátíðarskákæfinguna á laugardaginn kl. 14 – 16!