Vignir Vatnar hlaut silfurverðlaun á NM í skólaskák



TR-ingarnir ungu og efnilegu, Vignir Vatnar Stefánsson og Mykhaylo Kravchuk, voru á meðal tíu glæsilegra fulltrúa Íslendinga á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fór í Billund um síðastliðna helgi.  Báðir tefldu þeir í flokki barna sem eru fædd 2003 og 2004 þar sem Vignir Vatnar var ríkjandi Norðurlandameistari en Mykhaylo var að taka þátt í sínu fyrsta norðurlandamóti.

Vignir Vatnar var hársbreidd frá því að verja titilinn en hann kom taplaus í mark með 4,5 vinning, hálfum vinningi minna en sigurvegari flokksins, Daninn Filip Boe Olsen.  Mykhaylo lauk leik í 5.-6. sæti með 3 vinninga og tapaði aðeins fyrir Vigni og Filip.  Vel gert hjá Mykhaylo sem öðlast þarna dýrmæta reynslu.

Keppendur í flokknum voru tólf talsins og tefldar voru sex umferðir.  Taflfélag Reykjavíkur óskar þeim félögum til hamingju með góða framgöngu.

  • Úrslit