Vignir Vatnar Stefánsson stóð sig feyknavel á Skákþingi Reykjavíkur og hlaut 8 vinninga í 9 skákum, vann meðal annars stigahæstu menn mótsins, Hjörvar Stein og Guðmund Kjartansson. Þar sem Vignir er ekki í reykvísku Taflfélagi og býr ekki í Reyjavík hlaut næsti maður, Hjörvar, titilinn Skáksmeistari Reykjavíkur 2021 en hann fékk 7.5 vinning. Í næsta sæti varð Guðmundur með 7 vinninga. 57 skákmenn tóku þátt í mótinu sem halda þurfti með aðeins breyttu sniði í ár vegna sóttvarnarreglna.
Unga kynslóðin setti svip sinn á mótið og margir rökuðu inn stigum. Stigastökkvarar mótsins í ár voru Arnar Freyr Orrason (+82 stig), Arnar Milutin Heiðarsson (+67 stig), Arnar Logi Kjartansson (+44 stig) og Stephan Briem (+40 stig).
Úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Skákir mótsin frá beinu útsendingaborðunum má nálgast hér.
Ríkharður Sveinsson yfirdómari tók nokkrar myndir á meðan móti stóð og munu þær birtast á heimasíðunni innan tíðar.
Verðlaunaafhending fór fram sunnudaginn 7. febrúar eftir Hraðskákmót Reykjavíkur. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sigraði með glæsibrag á hraðskákmótinu, með fullu húsi, 11 af 11! Næstir urðu feðgarnir Örn Leó Jóhannsson og Jóhann Ingvason, með 10 og 9 vinninga. Úrslit og staða hraðskákmótsins.