Úrslit úr stórmóti Árbæjarsafns og T.R.



Loks birtast heildarúrslitin á heimasíðu félagsins en þau höfðu áður birst á skak.is.  Stórmótið fór fram sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn.

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram inni í hinu skemmtilega Kornhúsi Árbæjarsafns á meðan úti geysaði rok og rigning.  Tuttugu og níu skákmenn mættu til leiks á þetta skemmtilega skákmót sem er einskonar óopinbert upphaf á skákvertíðinni.

Gaman var að sjá að fólk á öllum aldri tók þátt í mótinu.

Úrslit urðu þau að Magnús Örn Úlfarsson og Daði Ómarsson urðu jafnir og efstir með 6 vinninga úr 7 skákum, en Magnús var úrskurðaður sigurvegari á stigum.

Mótið er haldið í samvinnu Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur.  Skákstjóri fyrir hönd Taflfélags Reykjavíkur var Torfi Leósson en mótsstjóri fyrir hönd Árbæjarsafns var Bergsveinn Þórsson.

  • Myndir frá mótinu

Heildarúrslit:

  1 Magnús Örn Úlfarsson       6
  2 Daði Ómarsson              6
  3 Kjartan Másson             5,5
  4 Gunnar Björnsson           5
  5 Hilmir Freyr Heimisson     5
  6 Davíð Kjartansson          4,5
  7 Jóhanna B. Jóhannsdóttir 4,5
  8 Oliver Aron Jóhannesson    4,5
  9 Dagur Kjartansson          4
 10 Elsa María Kristínardóttir 4
 11 Jón Trausti Harðarson      4
 12 Örn Leó Jóhannsson         4
 13 Birkir Karl Sigurðsson     4
 14 Jón Úlfljótsson            3,5
 15 Óskar Long Einarsson       3,5
 16 Vignir Vatnar Stefánsson   3,5
 17 Ásgeir Sigurðsson          3,5
 18 Mikhael Kravchuk           3
 19 Jóhann Arnar Finnsson      3
 20 Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir 3
 21 Sigurður Kristjánsson      3
 22 Stefán Már Pétursson       3
 23 Heimir Páll Ragnarsson     2,5
 24 Björgvin Kristbergsson     2,5
 25 Pétur Jóhannesson          2,5
 26 Guðmundur Agnar Bragason   2,5
 27 Hallgerður H. Þorsteinsdóttir 2
 28 Júlíus Örn Finnsson        2
 29 Baldur Einarsson           1