Það var hart barist í sjöttu og næstsíðustu umferð U-2000 móts Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram í gærkveld. Línur hafa skýrst að mörgu leyti þrátt fyrir að toppbaráttan sé enn hörð en efstir og jafnir með 5,5 vinning eru Haraldur Haraldsson (1958), sem sigraði Helga Pétur Gunnarsson (1711), og Sigurjón Haraldsson (1765) sem lagði Björgvin Jónas Hauksson (1744) í snarpri viðureign. Næstir með 4,5 vinning eru Kristján Geirsson (1616), Páll Þórsson (1646) og Sigurjón Þór Friðþjófsson (1599).
Úrslit munu ráðast í lokaumferðinni sem fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld en flautað verður til leiks kl. 19.30. Þá stýrir Haraldur svörtu mönnunum gegn Sigurjóni Þór á meðan að Sigurjón Haralds hefur hvítt gegn Kristjáni. Áhorfendur eru hvattir til að mæta og fylgjast með lokasprettinum – alltaf heitt á könnunni!