Taflfélag Reykjavíkur tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga



2

Taflfélag Reykjavíkur sendir lið til þátttöku á Evrópukeppni taflfélaga, sem hefst í Ulcinj í Montenegro á morgun 10. nóvember. Keppnisliðin eru gríðarlega sterk og er lið T.R. með rásnúmer 20. Tíu stórmeistarar með yfir 2700 elóstig taka þátt og ber þar helst að nefna ofurstórmeistarana Mamedyarov og Andrekin, en þeir tefla fyrir hið gríðarlega sterka lið Alkaloid frá Makedóníu, meðalstig þess liðs eru 2701 stig. Tefldar verða 7 umferðir og er hver lið skipað sex liðsmönnum. Lið T.R. skipa eftirtaldir:
1. borð IM Guðmudur Kjartansson 2454 stig
2. borð GM Helgi Áss Grétarsson 2415 stig
3. borð IM Mohamed Ezat 2452 stig
4. borð GM Margeir Pétursson 2464 stig
5. borð FM Ingvar Þór Jóhannesson 2352 stig
6. borð Omar Salama 2193 stig

Fararstjóri og liðsstjóri er Omar Salama

Búast má við skemmtilegri keppni og erfiðum rimmum en drengirnir eru klárir í slaginn. Þeir létu sjö klst. seinkun á flugi frá Keflavík ekk á sig fá og eru klárir í slaginn.
Hér má fylgjast með úrslitum frá keppninni: http://chess-results.com/tnr462794.aspx?lan=1

Myndir og umfjöllun um gang keppninnar kemur síðar.

1