Stórmót í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags



Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagið Hellir og Skákfélag Vinjar sameinast um að setja upp mót í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags næstkomandi fimmtudagskvöld.

Mótið er haldið í húsnæði TR í Faxafeni 12 og hefst klukkan 19:30.

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og eru glæsilegir vinningar í boði en Forlagið styrkir mótið nú, sem fyrr, með glænýjum bókum.

Vinningar eru veittir fyrir:

3 efstu sætin.

12 ára og yngri.

13-18 ára.

60 ára og eldri.

efst kvenna.

Að auki eru happadrættisvinngar þannig að allir eiga séns,  og einnig fylgja glæstir verðlaunapeningar  fyrir  efstu þátttakendur. EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD

Skákstjóri er Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins.

Vinjarreglur verða í heiðri, þ.e. að klukkan gildir. Hver vinningshafi fær ein verðlaun, þ.e. möguleiki á verðlaunum fyrir annað sætið í einhverjum flokki.

Þetta er í sjötta sinn sem mót þetta fer fram en það hefur verið haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur, Perlunni  og síðast í göngugötunni í Mjódd þar sem þátttökumet var slegið, 48 manns.

Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur er 10. október en þá var lokadagur Íslandsmótsins í Rimaskóla.  Mótið frestaðist vegna þess  svolítið!

TR, Hellir og Skákfélag Vinjar hvetja allt skákáhugafólk til að koma og taka þátt í skemmtilegu móti.