Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn



Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 7.ágúst.

Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu.

Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á  skák.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Þátttökugjald í Stórmótinu er 1500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er  fyrir yngri en 18 ára og er þátttökugjald jafnframt aðgangseyrir í  safnið. Þeir sem fá ókeypis aðgang í safnið, t.d. eldri borgarar og öryrkjar borga ekkert þátttökugjald.

Skráning fer fram á staðnum og opnar kl.13.15, eða fram að því hjá mótsstjóra, torfi.leosson@gmail.com.

Þátttökugjald er greitt við inngang Árbæjarsafns.