Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hófst í dag en í ár eru 62 keppendur skráðir til leiks. Úrslit urðu flest eftir bókinni, þ.e. sá stigahærri sigraði þann stigalægri, en þó gerðu Grímur Grímsson (1690) og Halldór B. Halldórsson (2201) jafntefli og hinn ungi og efnilegi, Friðrik Þjálfi Stefánsson (1640), sigraði Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2134).
Sjá pistil 1. umferðar.
Næsta umferð fer fram á miðvikudag kl. 19.00. Einni skák var frestað til morguns og mun pörun 2. umferðar birtast á Chess-Results að henni lokinni.
Á heimasíðu mótsins má nálgast úrslit, pörun, skákir o.fl.