Róbert Hraðskákmeistari Reykjavíkur – Örn Leó sigurvegari mótsins



IMG_7902

Feðgarnir Kristófer Ómarsson (m. hvítt) og Sindri Snær berjast hér á banaspjótum.

Jafnt og spennandi Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag þar sem Örn Leó Jóhannsson hafði að lokum sigur eftir harða baráttu við efstu menn. Hlaut Örn 9 vinninga úr skákunum ellefu, í öðru sæti var Guðmundur Gíslason með 8,5 vinning og þriðji með 8 vinninga var Róbert Lagerman.  Hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka stóð sig mjög vel og hafnaði í 4.-5. sæti með 7,5 vinning ásamt Jóhanni Ingvasyni.

Þar sem hvorki Örn Leó né Guðmundur hafa lögheimili í Reykjavík eða eru í reykvísku taflfélagi telst Róbert því Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2016. Að loknu Hraðskákmótinu fór einnig fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur og má finna myndir frá henni hér að neðan en verðlaunahafar sáu sér ekki allir fært um að mæta.

IMG_7903

Hjálmar Sigurvaldason stýrir hér hvítu gegn hinni ungu og efnilegu Freyju Birkisdóttur.

Hér að neðan má sjá heildarúrslit úr mótunum tveimur sem og áður birta umfjöllun um Skákþingið ásamt myndaalbúmi.