Rimaskóli sigraði með nokkrum yfirburðum í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS sem fram fór í skákhöll TR í Faxafeni á mánudag. Þátttaka var svipuð og verið hefur í þessum flokki undanfarin ár en tíu sveitir tóku þátt og voru telfdar níu umferðir, allir við alla. Í stúlknaflokki varð Engjaskóli hlutskarpastur en sú sveit hafnaði í 4. sæti á mótinu. Í opnum flokki varð Rimaskóli efstur eins og áður sagði en nokkuð örugglega í 2. sæti kom a-sveit Laugalækjaskóla og Hólabrekkuskóli náði 3. sæti eftir spennandi baráttu við Engjaskóla og a-sveit Hagaskóla.
Stúlknasveit Engjaskóla var þannig skipuð:
1.    Elín Nhung
2.    Honey Grace
3.    Rósa Linh
4.    Aldís Birta Gautadóttir
Sigursveit Rimaskóla var þannig skipuð:
1.    Dagur Ragnarsson
2.    Oliver Aron Jóhannesson
3.    Jón Trausti Harðarson
4.    Hrund Hauksdóttir
Liðsstjóri: Helgi Árnason
Silfurlið Laugalækjarskóla a-sveit:
1.    Jóhannes Kári Sólmundarsson
2.    Rafnar Friðriksson
3.    Garðar Sigurðarson
4.    Arnar Ingi Njarðarson
Liðsstjóri: Svavar Viktorsson
Bronslið Hólabrekkuskóla:
1.    Dagur Kjartansson
2.    Brynjar Steingrímsson
3.    Donika Kolica
4.    Margrét Rún Sverrisdóttir
Liðsstjóri: Björn Ívar Karlsson
Heildarúrslit urðu annars sem hér segir:
1.    Rimaskóli    35 vinn. (af 36)
2.    Laugalækjaskóli a-sveit    27
3.    Hólabrekkuskóli    24½ 
4.    Engjaskóli (stúlknasveit)    23½ 
5.    Hagaskóli a-sveit    23
6.    Laugalækjaskóli b-sveit    18½ 
7.    Álftamýraskóli a-sveit    11½ 
8.    Hagaskóli b-sveit    9
9.    Breiðholtsskóli    6½ 
10.    Álftamýraskóli b-sveit    1½ 
 
Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Eiríkur K. Björnsson frá TR.
Mótstjóri var Soffía Pálsdóttir frá SFS.
 Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins
				