Rimaskóli sigraði með nokkrum yfirburðum í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS sem fram fór í skákhöll TR í Faxafeni á mánudag. Þátttaka var svipuð og verið hefur í þessum flokki undanfarin ár en tíu sveitir tóku þátt og voru telfdar níu umferðir, allir við alla. Í stúlknaflokki varð Engjaskóli hlutskarpastur en sú sveit hafnaði í 4. sæti á mótinu. Í opnum flokki varð Rimaskóli efstur eins og áður sagði en nokkuð örugglega í 2. sæti kom a-sveit Laugalækjaskóla og Hólabrekkuskóli náði 3. sæti eftir spennandi baráttu við Engjaskóla og a-sveit Hagaskóla.
Stúlknasveit Engjaskóla var þannig skipuð:
1. Elín Nhung
2. Honey Grace
3. Rósa Linh
4. Aldís Birta Gautadóttir
Sigursveit Rimaskóla var þannig skipuð:
1. Dagur Ragnarsson
2. Oliver Aron Jóhannesson
3. Jón Trausti Harðarson
4. Hrund Hauksdóttir
Liðsstjóri: Helgi Árnason
Silfurlið Laugalækjarskóla a-sveit:
1. Jóhannes Kári Sólmundarsson
2. Rafnar Friðriksson
3. Garðar Sigurðarson
4. Arnar Ingi Njarðarson
Liðsstjóri: Svavar Viktorsson
Bronslið Hólabrekkuskóla:
1. Dagur Kjartansson
2. Brynjar Steingrímsson
3. Donika Kolica
4. Margrét Rún Sverrisdóttir
Liðsstjóri: Björn Ívar Karlsson
Heildarúrslit urðu annars sem hér segir:
1. Rimaskóli 35 vinn. (af 36)
2. Laugalækjaskóli a-sveit 27
3. Hólabrekkuskóli 24½
4. Engjaskóli (stúlknasveit) 23½
5. Hagaskóli a-sveit 23
6. Laugalækjaskóli b-sveit 18½
7. Álftamýraskóli a-sveit 11½
8. Hagaskóli b-sveit 9
9. Breiðholtsskóli 6½
10. Álftamýraskóli b-sveit 1½
Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Eiríkur K. Björnsson frá TR.
Mótstjóri var Soffía Pálsdóttir frá SFS.