Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013



Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að koma til móts við óskir skákmanna um að fjölga sætum Íslendinga í alþjóðlega hraðskákmótinu sem fer fram í kjölfar alþjóðlega stórmeistaramóts T.R.  Sætum íslenskra skákmanna hefur því verið fjölgað úr einu upp í þrjú.

 

Undanrásir fara fram fimmtudaginn 26. september í Skákhöll T.R. Faxafeni 12 og hefjast stundvíslega kl. 20.00:

Mótið er níu umferðir og er öllum opið.  Pörun eftir svissneska kerfinu og gilda allar hraðskákreglur Fide.

Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur og lýkur miðvikudaginn 25. september kl. 18.00

Tímamörk: 3 +2 (3 mínútur fyrir alla skákina + 2 sekúndur á hvern leik)

Þátttökugjald: 1.000 kr (greiðist á skákstað)

Þrír keppendur ávinna sér þátttökurétt í aðalmótinu en lokaröð keppenda ræðst af fjölda vinninga, síðan stigum:

  • Tvö efstu sætin veita þátttökurétt í aðalmótinu
  • Sá keppandi sem verður efstur félagsmanna T.R. hlýtur þátttökurétt í aðalmótinu
  • Ef félagsmenn T.R. verða í 1. sæti og/eða 2. sæti veitir 3. sætið þátttökurétt í aðalmótinu

Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013

Þrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélagsins, þeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485), munu á miðvikudagskvöldið 9. október tefla á sex manna alþjóðlegu hraðskákmóti, þar sem allir tefla við alla í tvöfaldri umferð.  Íslenskir skákmenn keppa um þrjú laus sæti í aðalmótinu í undankeppni sem auglýst er sérstaklega.  Verðlaun í aðalmótinu verða kr. 30.000, 15.000 og 10.000 fyrir þrjú efstu sætin.

  • Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur