Pistil jólaskákæfingarinnar, 12. desember síðastliðinn, má nálgast hér. Jafnframt má nálgast pistla allra laugardagsæfinga vetrarins hér eða smella á tengilinn hér hægra megin á síðunni.
Jólaskákæfingin var síðasta laugardagsæfing ársins en þær hefjast á nýju ári laugardaginn, 9. janúar, klukkan 14.
Æfingin var mjög vegleg og voru verðlaun veitt fyrir bestan árangur á liðnu misseri. Að auki tefldu nýbakaðir Íslandsmeistarar unglingasveita fjöltefli við börnin sem síðan fengu glæsilega jólanammipoka við lok æfingarinnar. Hér að neðan má sjá myndir af verðlaunahöfunum en fleiri myndir frá jólaæfingunni er að finna í myndagalleríinu.
Vignir Vatnar, Axel Bergsson og Páll Ísak (í aldursflokknum 6-7 ára) fengu verðlaun fyrir frábæra ástundun.
Systurnar Sólrún Elín og Halldóra, svo og Erik Daníel (í aldursflokknum 8-9 ára) fengu verðlaun fyrir frábæra ástundun.
Verðlaun í aldursflokknum 10 – 12 ára fyrir frábæra ástundun: Gauti Páll, Jakob Alexander, Þórður Valtýr, Þorsteinn, Eysteinn Helgi.
Verðlaun fyrir skákþrautir annarinnar: 1. verðlaun Vignir Vatnar, 2. verðlaun Sólrún Elín og 3. verðlaun Þorsteinn
Stjórn Taflfélags Reykjavíkur þakkar öllum þeim börnum og aðstandendum sem sóttu æfingarnar og óskar þeim gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og vonast til að sjá sem flesta aftur á nýja árinu.