Oliver Aron hraðskákmeistari Reykjavíkur



Oliver Aron Jóhannesson  varð í dag Hraðskákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi keppni þar sem hann varð efstur með 11 vinninga ásamt Birni Frey Björnssyni og Ögmundi Kristinssyni.  Eftir stigaútreikning var Oliver efstur, Björn annar og Ögmundur þriðji.  Omar Salama varð fjórði með 10,5 vinning og dagur Ragnarsson fimmti með 10 vinninga.

Mótið fór fram í félagsheimili T.R. og tóku 26 keppendur þátt.  Skákstjórn var í höndum Ólafs S. Ásgrímssonar.