Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram í gær 12. apríl í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Skákmót þetta er samstarfsverkefni Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið með svipuðu fyrirkomulagi í yfir 30 ár.
18 sveitir frá sex skólum borgarinnar kepptu að þessu sinni og var keppnin um 1. sætið æsispennandi. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monradkerfi með 10 mínútna
umhugsunartíma á skák.
Leikar fóru svo að A-sveit Laugarlækjarskóla vann með 24½ vinning úr 28 skákum og er því Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2010. Í öðru sæti varð A-sveit Rimaskóla sem hafði titil að verja frá því í fyrra. Rimaskóli fékk 23 vinninga. Í þriðja sæti var svo Hólabrekkuskóli með 19 1/2. vinning.
Sigursveit Laugarlækjarskóla A-sveit til vinstir keppir við Laugarlækjarskóli C-sveit. Fremstir eru Örn Leó Jóhannsson og Rafnar Friðriksson.
Stúlknaverðlaunin féllu á þann veg að stúlknasveit Engjaskóla (B-sveit Engjaskóla) vann eftir aukakeppni við stúlknasveit Rimaskóla (D-sveit Rimaskóla). Báðar sveitirnar fengu 14 vinninga í aðalkeppninni en stúlknasveit Engjaskóla vann aukakeppnina 3 – 1. Þriðja sætið kom í hlut Engjaskóla D-sveit.
Sigursveit Engjaskóla B-sveit stúlkur til vinstri keppir við Vesturbæjarskóla A-sveit. Fremst eru Elín W. Viggósdóttir og Mías Ólafarson.
Heildarúrslit urðu sem hér segir:
1. Laugarlækjarskóli A-sveit. 24 1/2 v. af 28.
2. Rimaskóli A-sveit. 23 v.
3. Hólabrekkuskóli. 19 1/2 v.
4. Laugalækjarskóli B-sveit. 17 v.
5. Árbæjarskóli A-sveit. 15 1/2 v.
6. Árbæjarskóli B-sveit. 15 v.
7. Rimaskóli B-sveit. 14 1/2 v.
8. Vesturbæjarskóli A-sveit. 14 1/2 v.
9. Engjaskóli B-sveit. Stúlkur. 14 v. + 3 í aukakeppni.
10. Rimaskóli D-sveit. Stúlkur. 14 v. + 1 í aukakeppni.
11. Engjaskóli A-sveit. 14 v.
12. Laugalækjarskóli C-sveit. 13 1/2 v.
13. Engjaskóli D-sveit. Stúlkur. 13 v.
14. Rimaskóli C-sveit. 12 1/2 v.
15. Engjaskóli C-sveit. 12 1/2 v.
16. Vesturbæjarskóli B-sveit. 8 v.
17. Vesturbæjarskóli C-sveit. 5 1/2 v.
18. Vesturbæjarskóli D-sveit. 1/2 v.
Í sigurliði Laugarlækjarskóla A-sveit eru:
1. Örn Leó Jóhannsson
2. Emil Sigurðarson
3. Eyjólfur Emil Jóhannsson
4. Einar Ólafsson
Í silfurliði Rimaskóla A-sveit eru:
1. Jón Trausti Harðarson
2. Hrund Hauksdóttir
3. Oliver Aron Jóhannesson
4. Dagur Ragnarsson
Í bronsliði Hólabrekkuskóla eru:
1. Dagur Kjartansson
2. Brynjar Steingrímsson
3. Friðrik Daði Smárason
4. Donika Kolica
Varam. Heimir Páll Ragnarsson
Keppnin um Reykjavíkurmeistara stúlknasveita.
Í sigurliði Engjaskóla B-sveit – stúlkur eru:
1. Elin W. Viggósdóttir
2. Honey Grace Bergamento
3. Aldís Birta Gautadóttir
4. Eva Valdís Hákonardóttir
Í silfurliði Rimaskóla D-sveit -stúlkur eru:
1. Svandís Rós Ríkharðsdóttir
2. Nancy Davíðsdóttir
3. Heiðrún Anna Hauksdóttir
4. Tinna Aðalsteinsdóttir
1. varam. Kristín Lísa Friðriksdóttir
2. varam. Ásdís Þórarinsdóttir
Í bronsliði Engjaskóla D-sveit-stúlkur eru:
1. Unnur Ósk Burknad
2. Rósa L. Robertid
3. Ásdís Eik Aðalsteinsdóttir
4. Ásdís María Gunnarsdóttir
Skákstjórn önnuðust Ólafur H. Ólafsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Mótsstjóri er Soffía Pálsdóttir, ÍTR.