Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram í gær 12. apríl í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Skákmót þetta er samstarfsverkefni Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið með svipuðu fyrirkomulagi í yfir 30 ár.
18 sveitir frá sex skólum borgarinnar kepptu að þessu sinni og var keppnin um 1. sætið æsispennandi. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monradkerfi með 10 mínútna
umhugsunartíma á skák.
Leikar fóru svo að A-sveit Laugarlækjarskóla vann með 24½ vinning úr 28 skákum og er því Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2010. Í öðru sæti varð A-sveit Rimaskóla sem hafði titil að verja frá því í fyrra. Rimaskóli fékk 23 vinninga. Í þriðja sæti var svo Hólabrekkuskóli með 19 1/2. vinning.
Sigursveit Laugarlækjarskóla A-sveit til vinstir keppir við Laugarlækjarskóli C-sveit. Fremstir eru Örn Leó Jóhannsson og Rafnar Friðriksson.
Stúlknaverðlaunin féllu á þann veg að stúlknasveit Engjaskóla (B-sveit Engjaskóla) vann eftir aukakeppni við stúlknasveit Rimaskóla (D-sveit Rimaskóla). Báðar sveitirnar fengu 14 vinninga í aðalkeppninni en stúlknasveit Engjaskóla vann aukakeppnina 3 – 1. Þriðja sætið kom í hlut Engjaskóla D-sveit.
Sigursveit Engjaskóla B-sveit stúlkur til vinstri keppir við Vesturbæjarskóla A-sveit. Fremst eru Elín W. Viggósdóttir og Mías Ólafarson.
Heildarúrslit urðu sem hér segir:
1. Laugarlækjarskóli A-sveit. 24 1/2 v. af 28.
2. Rimaskóli A-sveit. 23 v.
3. Hólabrekkuskóli. 19 1/2 v.
4. Laugalækjarskóli B-sveit. 17 v.
5. Árbæjarskóli A-sveit. 15 1/2 v.
6. Árbæjarskóli B-sveit. 15 v.
7. Rimaskóli B-sveit. 14 1/2 v.
8. Vesturbæjarskóli A-sveit. 14 1/2 v.
9. Engjaskóli B-sveit. Stúlkur. 14 v. + 3 í aukakeppni.
10. Rimaskóli D-sveit. Stúlkur. 14 v. + 1 í aukakeppni.
11. Engjaskóli A-sveit. 14 v.
12. Laugalækjarskóli C-sveit. 13 1/2 v.
13. Engjaskóli D-sveit. Stúlkur. 13 v.
14. Rimaskóli C-sveit. 12 1/2 v.
15. Engjaskóli C-sveit. 12 1/2 v.
16. Vesturbæjarskóli B-sveit. 8 v.
17. Vesturbæjarskóli C-sveit. 5 1/2 v.
18. Vesturbæjarskóli D-sveit. 1/2 v.
Í sigurliði Laugarlækjarskóla A-sveit eru:
1. Örn Leó Jóhannsson
2. Emil Sigurðarson
3. Eyjólfur Emil Jóhannsson
4. Einar Ólafsson
Í silfurliði Rimaskóla A-sveit eru:
1. Jón Trausti Harðarson
2. Hrund Hauksdóttir
3. Oliver Aron Jóhannesson
4. Dagur Ragnarsson
Í bronsliði Hólabrekkuskóla eru:
1. Dagur Kjartansson
2. Brynjar Steingrímsson
3. Friðrik Daði Smárason
4. Donika Kolica
Varam. Heimir Páll Ragnarsson
Keppnin um Reykjavíkurmeistara stúlknasveita.
Í sigurliði Engjaskóla B-sveit – stúlkur eru:
1. Elin W. Viggósdóttir
2. Honey Grace Bergamento
3. Aldís Birta Gautadóttir
4. Eva Valdís Hákonardóttir
Í silfurliði Rimaskóla D-sveit -stúlkur eru:
1. Svandís Rós Ríkharðsdóttir
2. Nancy Davíðsdóttir
3. Heiðrún Anna Hauksdóttir
4. Tinna Aðalsteinsdóttir
1. varam. Kristín Lísa Friðriksdóttir
2. varam. Ásdís Þórarinsdóttir
Í bronsliði Engjaskóla D-sveit-stúlkur eru:
1. Unnur Ósk Burknad
2. Rósa L. Robertid
3. Ásdís Eik Aðalsteinsdóttir
4. Ásdís María Gunnarsdóttir
Skákstjórn önnuðust Ólafur H. Ólafsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Mótsstjóri er Soffía Pálsdóttir, ÍTR.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins