Enn og aftur gefst tækifæri á að fagna mikilli þátttöku á laugardagsæfingunum. Á síðustu skákæfingu, þeirri 5. frá áramótum talið, mættu 28 krakkar og þar af voru fimm að koma í fyrsta sinn. Tefldar voru 5 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Tveir skákmenn vildu bara fylgjast með á þessari æfingu í stað þess að tefla allan tímann og er það bara gott mál. Allt í lagi þegar maður er að koma í fyrsta sinn að fylgjast með og kanna aðstæður og sjá hvernig þetta fer allt fram. En það er líka hægt að demba sér strax út í taflmennskuna og vera með á allri æfingunni. Það gengur yfirleitt mjög vel og krakkarnir finna sig fljótt í hópnum.
Vert er að geta þess að um helgina fóru fram tvö stúlknamót á vegum Skáksambands Íslands. Það var annars vegar sveitakeppni (Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki) og einstaklingskeppni (Íslandsmót stúlkna).
Á Íslandsmóti stúlkna tefldu þrjár stúlkur úr Taflfélagi Reykjavíkur sem hafa verið mjög duglegar að mæta á laugardagsæfingarnar frá því í haust. Það voru systurnar Halldóra og Sólrún Elín Freygarðsdætur og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Þær náðu allar prýðisárangri og Sólrún Elín fékk verðlaun fyrir að vera efst þeirra stúlkna sem fæddar eru árið 2000! Til hamingju með þennan árangur!
Nú fara að skella á hin ýmsu mót fyrir krakka 15 og yngri og gott að fylgjast með á heimasíðu okkar, svo og á skak.is hvort eitthvað er í gangi. Gott að fara að huga að því í ykkar skólum hvort þið náið að mynda sveit með ykkar skólafélögum svo þið getið teflt fyrir hönd skólans þegar kemur að sveitakeppnum í mars og apríl.
Laugardagsæfingarnar halda áfram í vetur alveg fram í maí. En ákveðið hefur verið að síðasta skákæfingin fari fram laugardaginn 2. maí. Helgina þar á eftir verða tvö skákmót sem Taflfélag Reykjavíkur sér um. Laugardaginn 9. maí verður Unglingameistaramót Reykjavíkur og daginn eftir, sunnudaginn 10. maí, fer fram Stúlknameistaramót Reykjavíkur. Svo takið frá þessa daga nú þegar!
En aftur að skákæfingunni síðustu. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Mías Ólafarson 5v. 2. -3. Gauti Páll Jónsson, Þorsteinn Freygarðsson 4 v.4.-5.Elvar P. Kjartansson, Einar Björgvin Sighvatsson 3 1/2 v. Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Ísak Indriði Unnarsson, Ólafur Örn Olafsson, Jakob Alexander Petersen, Halldóra Freygarðsdóttir, Jóhann Markús, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Kveldúlfur Kjartansson, Sigurður Alex Pétursson, Svavar Egilsson, Erik Daníel Jóhannesson, Samar -e- Zahida, Atli Freyr Gylfason, Hörður Sindri Guðmundsson, Páll Ísak Ægisson, María Zahida, Kristján Nói Benjamínsson, Kristján Gabríel Þórhallsson, Gunnar Helgason, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Tinna Chloe Kjartansdóttir, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez. Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.Stigin standa núna eftir 5 laugardagsæfingar (talið frá áramótum) 1. Þorsteinn Freygarðsson 11 stig2. Gauti Páll Jónsson 10 stig3.-4. Mías Ólafarson, Einar Björgvin Sighvatsson 9 stig5.-6. Jakob Alexander Petersen, Erik Daníel Jóhannesson 7 stig7.-8. Tjörvi Týr Gíslason, Gunnar Helgason 6 stig9. 12.Figgi Truong, Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Hörður Sindri Guðmundsson 5 stig.13.-18. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Elvar P. Kjartansson, Sigurður Alex Pétursson, Páll Ísak Ægisson, Kristján Nói Benjamínsson 4 stig.19.-24. Smári Arnarson, Ólafur Örn Olafsson, Samar-e-Zahida, María Zahida, Kristján Gabríel Þórhallsson, Tinna Chloe Kjartansdóttir 3 stig.
25.-29. Guðmundur Óli Ólafarson, Mariam Dalía Ómarsdóttir, Jóhann Markús, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson 2 stig.
30.-47. Ásdís Ægisdóttir, Bragi, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, María Ösp Ómarsdóttir, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Ísak Indriði Unnarsson, Kveldúlfur Kjartansson, Svavar Egilsson, Atli Freyr Gylfason, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez 1 stig. Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.