Kristján Örn Elíasson og Roberto Osorio Ferrer komu efstir í mark á þriðjudagsmótinu 7. ágúst með 4.5 vinning af 5. Kristján nálgast nú 2000 hraðskákstigin eins og óð fluga. Kristján var efstur á oddastigum og hlaut því sigurlaunin, inneign í Skákbúðina. Ricardo Jimenez var með bestan árangur miðað við eigin stig og fékk líka inneign í Skákbúðina. 24 skákmenn mættu til leiks og vakti athygli hve góð mæting var hjá ungu kynslóðinni á mótið, sem fá þarna góða æfingu gegn reyndari andstæðingum. Það er spá skákstjóra að mæting verði upp undir 50 á vikulegu mótin okkar í Taflfélaginu, í haust.
Mótið á chess-results.