Kristján Örn með fullt hús á Þriðjudagsmóti!



24 keppendur tóku þátt á atskákmótinu á liðnum þriðjudegi.

Við fengum tvo góða gesti frá Bandaríkjunum þá Luke og Andy en drengirnir stóðu sig með stakri príði. Það fór svo að Kristján Örn sigraði mótið með fullt hús stiga en til gamans má geta að hann lauk mótinu með með rating performance upp á rúm 2500 elo stig. Markús Orri hampaði öðru sæti með fjóra vinninga (á oddastigum) og Luke í því þriðja.

Andy fékk árangursverðlaun en skákstjóri nýtti tækifærið og mældi með að kappinn myndi nýta verðlaunin og kaupa sér hina margumtöluðu Xzibit sokka í skákbúðinni (skakbudin.is).

Sjáumst fersk í næstu viku.

Mótið á chess-results.

– Arnar Ingi Njarðarson