Kristján Dagur Unglingameistari Reykjavíkur 2019 – Anna Katarina StúlknameistariKristján Dagur og Anna Katarina.

Kristján Dagur og Anna Katarina.

Unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær, sunnudaginn 17. mars. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri.

Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum svo og aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig, fyrir hvert ár frá 2003 til 2013. Þau sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2019 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2019. Tefldar voru 7 umferðir með umhugsunartímanum 10+5. Mótið var reiknað til atskákstiga. Þátttakendur voru alls 38 og var mótið vel skipað.

Í Unglingameistaramótinu tefldu 27 krakkar og var keppnin mjög jöfn. Hart var barist, en allt með yfirveguðum hætti, enda margir reynsluboltar á meðal keppenda. Ljóst var að síðasta umferðin yrði afgerandi! Í lokaumferðinni unnust allar skákirnar á 6 efstu borðunum með hvítu! Á fyrsta borði tapaði efsti maður mótsins, Árni Ólafsson fyrir Ingvari Wu Skarphéðinssyni, sem þýddi að Kristján Dagur Jónsson tók fram úr Árna með sigri gegn Batel Goitom Haile. Kristján Dagur Jónsson er því Unglingameistari Reykjavíkur 2019. Benedikt Þórisson hreppti silfrið og Árni Ólafsson bronsið. Ingvar Wu varð í 4. sæti einnig, með 5,5, vinning.

Kristján Dagur og Batel Goitom Haile eigast hér við.

Kristján Dagur og Batel Goitom Haile eigast hér við.

 

Í Stúlknameistaramótinu tóku 9 stelpur þátt. Þar var einnig mjög hart barist og fyrir síðustu umferð var Anna Katarina Thoroddsen með 5 vinninga og síðan komu fjórar stúlkur með 4 vinninga. Anna Katarina vann sína skák í síðustu umferðinni og varð þar með ein efst í mótinu. Hún tapaði einungis fyrir hinni kornungu Emelíu Emblu B. Berglindardóttur, sem er fædd árið 2012! Anna Katarina Thoroddsen er því Stúlknameistari Reykjavíkur 2019. Í 2. sæti varð Soffía Arndís Berndsen með 5 vinninga og í 3. sæti varð Guðrún Fanney Briem, með 5 vinninga. Sara Sólveig Lis varð svo í 4. sæti, einnig með 5 vinninga.

Soffía, Anna og Guðrún.

Soffía, Anna og Guðrún.

 

Báðir titlarnir, Unglingameistari Reykjavíkur 2019 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2019 fóru til Taflfélags Reykjavíkur.

 

Skákmótið fór mjög vel fram. Þarna voru krakkar með mikla keppnisreynslu og einnig einhverjir að stíga sín fyrstu skref á skákmóti. Þó nokkur fjöldi foreldra og systkina fylgdist með og skákmótið gekk samkvæmt tímaáætlun og allt með ró og spekt. Ýmislegt gekk á á reitunum 64 eins og við þekkjum! Allt fer þetta í reynslubankann góða – og verður notað á næsta skákmóti! Sjá heildarúrslit og aldursflokkaverðlaun hér að neðan.

Hörð barátta við skákborðin.

Hörð barátta við skákborðin.

 

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum þátttakendum og aðstandendum fyrir skemmtilegt skákmót í dag!

 

Heildarúrslit í Unglingameistaramótinu:

 

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1   TB2   TB3   TB4  Rp K rtg+/-
1 2 Jonsson Kristjan Dagur ISL 1303 6,0 0,0 6 30,5 29,0 1428 20 15,0
2 4 Thorisson Benedikt ISL 1141 5,5 0,0 5 30,5 29,0 1365 20 32,0
3 6 Olafsson Arni ISL 1127 5,5 0,0 5 30,5 27,5 1355 20 26,2
4 12 Skarphedinsson Ingvar Wu ISL 1002 5,5 0,0 5 28,5 26,5 1344 20 39,8
5 11 Petersen Einar Tryggvi ISL 1023 5,0 0,0 5 26,0 24,5 1289 20 30,2
6 1 Haile Batel Goitom ISL 1329 4,5 0,0 4 32,5 29,5 1217 20 -19,2
7 7 Sharifa Rayan ISL 1127 4,5 0,0 4 28,0 26,5 1235 20 1,0
8 28 Thorsteinsson Thorsteinn Jakob F ISL 0 4,5 0,0 4 25,5 24,0 1121
9 15 Hallmundarson Birkir ISL 0 4,5 0,0 4 22,5 21,0 1168
10 9 Sigfusson Ottar Orn Bergmann ISL 1085 4,0 0,0 4 28,5 27,0 1114 20 -25,0
11 10 Brynjarsson Einar Dagur ISL 1076 4,0 0,0 4 27,5 24,5 1116 20 -24,0
12 13 Kjartansson Adalbjorn Thor ISL 0 4,0 0,0 4 24,5 23,0 1122
13 14 Helgason Arnar Gauti ISL 0 4,0 0,0 4 23,5 22,0 1123
14 17 Jonsson Emil Kari ISL 0 4,0 0,0 4 18,0 16,5 1118
15 5 Omarsson Adam ISL 1130 3,5 0,0 3 30,5 27,5 1080 20 -9,0
16 21 Jonsson Kjartan Halldor ISL 0 3,5 0,0 3 18,5 17,0 1018
17 27 Stefansson Svavar Oli ISL 0 3,5 0,0 2 21,5 20,0 956
18 3 Thorisson Bjartur ISL 1299 3,0 0,0 3 31,0 27,0 1000 20 -41,4
19 19 Grimsson Freyr ISL 0 3,0 0,0 3 23,5 22,0 984
20 24 Johannsson Markus Orri ISL 0 3,0 0,0 3 23,0 21,5 973
21 8 Omarsson Josef ISL 1101 3,0 0,0 3 23,0 21,5 1019 20 -25,6
22 20 Margretarson Jon Bjorn ISL 0 3,0 0,0 3 21,0 19,5 983
23 26 Kaleviqi Robert ISL 0 2,0 0,0 2 23,5 22,0 842
24 25 Kaleviqi Rigon Jon ISL 0 2,0 0,0 1 22,0 20,5 748
29 Gudmundsson Uni Chawan ISL 0 2,0 0,0 1 22,0 20,5 748
26 16 Palsson Daniel Throstur ISL 0 2,0 0,0 1 20,5 19,5 778
27 22 Davidsson Kristofer Arni ISL 0 2,0 0,0 1 19,0 18,0 744
28 18 Jonsson Felix Eythor ISL 0 2,0 0,0 1 19,0 17,5 751
29 23 Haile Lemuel Goitom ISL 0 2,0 0,0 1 16,5 15,0 741

 

Aldursflokkaverðlaun í Unglingameistaramótinu:

 

2005 – Kristján Dagur Jónsson

2006 – Benedikt Þórisson

2007 – Ingvar Wu Skarphéðinsson

2008 – Einar Tryggvi Petersen

2009 – Einar Dagur Brynjarsson

2010 – Emil Kári Jónsson

2011 – Svavar Óli Stefánsson

2013 – Birkir Hallmundarson

 

 

Heildarúrslit í Stúlknameistaramótinu:

 

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1   TB2   TB3  Rp K rtg+/-
1 3 Thoroddsen Anna Katarina ISL 1023 6,0 0,0 6 25,0 1367 20 28,8
2 1 Berndsen Soffia Arndis ISL 1300 5,0 0,0 5 26,0 1176 20 -11,6
3 2 Briem Gudrun Fanney ISL 1105 5,0 0,0 4 24,5 1179 20 -17,2
4 7 Lis Sara Solveig ISL 0 5,0 0,0 4 21,0 1179
5 5 B. Berglindardottir Emilia Embla ISL 0 4,0 0,0 3 25,0 1071
6 4 Jonsdottir Elin Lara ISL 0 4,0 0,0 3 23,0 1071
7 6 Buadottir Isafold Salka ISL 0 3,0 0,0 2 26,5 946
8 8 Magnusdottir Thora ISL 0 2,0 0,0 1 25,5 781
9 9 Haile Wihbet Goitom ISL 0 1,0 0,0 0 23,0 218

 

Aldursflokkaverðlaun í Stúlknameistaramótinu:

 

2007 – Sara Sólveig Lis

2008 – Anna Katarina Thoroddsen

2010 – Guðrún Fanney Briem

2011 – Wihbet Goitom Haile

2012 – Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir

 

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á meðan mótinu stóð.

 

Pistill og myndir: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Chess-Results