Jólaskákmót TR og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 2013 hófst á sunnudag með keppni í yngri flokki. Þetta er í 31. sinn sem mótið er haldið og það fjölmennasta hingað til. Alls mættu 36 sveitir til leiks í Skákhöll félagsins sem teljast verður frábær mæting sem ber því gróskumikla skákstarfi sem unnið er í skólum borgarinnar og úti í félögunum fagurt vitni. Mótið var nú haldið með öðru sniði en áður og var keppninni skipt í tvo riðla, norður og suður auk þess sem tímamörk voru nú 10 mínútur á skák í stað 15 mínútna áður.
Þrátt fyrir að um 180 krakkar hafi teflt af miklum móð í feninu í dag gékk mótahaldið afar vel og snurðulaust fyrir sig. Fjölmargir foreldrar voru á skákstað að fylgjast með framgöngu ungviðsins og lýstu margir þeirra yfir mikill ánægju með hið nýja fyrirkomulag.
Fyrri riðillinn, Reykjavík suður hóf keppni kl. 10.30 og þar kepptu 14 sveitir. A sveit Ölduselsskóla fór þar mikinn og vann allar skákir sínar 24 að tölu! Öðru sæti náði B sveit Fossvogsskóla með 15 1/2 vinning og þessar tvær sveitir unnu sér rétt til að keppa til úrslita ásamt efstu tveimur sveitunum úr norður riðli. Þriðja sætinu náði svo sveit Melaskóla eftir harða keppni við A sveit Fossvogsskóla.
Síðari riðillinn hóf keppni kl. 14 og þar voru 22 sveitir mættar til leiks. Sigurvegarar síðasta árs, A sveit Rimaskóla hafði þar mikla yfirburði og sigraði með 21 vinning af 24 mögulegum. Í öðru sæti varð sveit Kelduskóla með 17 1/2 vinnig og A sveit Ingunnarskóla náði þriðja sætinu með 15 1/2 vinning eftir harða baráttu við B sveit Rimaskóla.
Tvær stúlknasveitir tóku þátt í ár og bar sveit Rimaskóla þar sigur úr bítum með 14 vinninga, en hin stúlknasveitin kom úr Ingunnarskóla.
Allar sveitirnar sem tóku þátt í dag fengu að gjöf skákhefti úr smiðju formanns TR Björns Jónssonar, auk þess sem þrjár efstu sveitirnar í opnum flokki og stúlknaflokki fengu verlaunapeninga.
Mánudaginn 2. des. mættu svo sveitirnar í eldri flokki til leiks. Þar voru níu sveitir skráðar til leiks, og hófst keppnin kl. 17 Á sama tíma kepptu svo sigursveitirnar fjórar úr yngri flokki til úrslita. Fróðlegt var að sjá hvort Rimaskóla tækist að halda titlinum frá því í fyrra en útlit var fyrir mjög harða keppni enda allar sveitirnar fjórar vel mannaðar.
Frekari umfjöllun um mótið er væntanleg þar sem meðal annars verður farið yfir gang mála í seinni hlutanum.
- Myndir
Úrslit A riðill:
1 Ölduselsskóli A, 24 6
2 Fossvogsskóli B, 15.5 3
3 Melaskóli, 14.5 3
4 Fossvogsskóli A, 14 2
5 Ölduselsskóli B, 13 3
6 Breiðagerðisskóli, 12 3
7 Árbæjarskóli A, 11.5 2
8 Hlíðaskóli, 11 3
9-10 Grandaskóli, 10.5 2
Breiðholtsskóli B, 10.5 2
11-12 Klébergsskóli, 8.5 1
Breiðholtsskóli A, 8.5 1
13 Árbæjarskóli B, 7.5 1
14 Ölduselsskóli C, 6 1
Úrslit B riðill:
1 Rimaskóli A, 21 5
2 Kelduskóli A, 17.5 4
3 Ingunnarskóli A, 15.5 4
4 Rimaskóli B, 15 4
5 Landakotsskóli, 14.5 3
6 Rimaskóli (S), 14 4
7 Sæmundarskóli A, 13.5 3
8-9 Sæmundarskóli B, 13 4
Háteigsskóli, 13 3
10 Laugalækjaskóli, 12.5 3
11-12 Rimaskóli C, 12 3
Austurbæjarskóli A, 12 2
13-14 Foldaskóli, 11.5 2
Vogaskóli, 11.5 2
15-17 Ingunnarskóli C, 11 3
Ingunnarskóli B, 11 2
Ingunnarskóli (S), 11 2
18 Dalskóli, 10 2
19 Austurbæjarskóli B, 9 1
20 Húsaskóli A, 6.5 2
21-22 Háaleitisskóli, 4.5 1
Húsaskóli B, 4.5 0