Jóladagatali TR 2019 er lokið og er þeim sem sendu inn lausnir þökkuð þátttakan. Lausnir bárust víða að og þær sem komu lengst að bárust alla leið frá Þýskalandi. Af þeim sem skiluðu inn lausnum voru sjö þátttakendur með rétt svör, 13 af 13. Nokkuð margir höfðu 12 rétt svör af 13. Mörg svörin voru virkilega vel sett upp og vel útskýrð og fá þátttakendur hrós fyrir góð vinnubrögð. Höfundur Jóladagatalsins var Björn Ívar Karlsson skákþjálfari, sem skrifaði sögurnar og skáldaði flestar þrautirnar en nokkrar þeirra voru fengnar að láni úr tefldum skákum.
Nöfn þeirra sjö sem höfðu rétt svör fóru í pott og var eitt nafn dregið af handahófi úr pottinum. Sá heppni heitir Markús Orri Jóhannsson, 5. bekk í Háteigsskóla. Fékk hann að launum veglegan jólaglaðning og hamingjuóskir frá Taflfélagi Reykjavíkur.
Lausnir Jóladagatalsins má sjá hér að neðan:
11. desember – Stekkjastaur
1. Hh8+ Kxh8
2. Dh1+ Kg8
3. Dh7 sem er þvingað mát
12. desember – Giljagaur
1. Hxd4 og hvítur vinnur mann.
Ef 1…Rxd4 þá 2. Dg7 mát þar sem riddarinn á e6 er ofhlaðinn
13. desember – Stúfur
1. Hxg7+ Kxg7
2. De7+ Kg8
3. De8+ Kg7
4. De7+ þráskák og jafntefli
14. desember – Þvörusleikir
1. Rf5 Kg8
2. Rh6+ Kh8
3. Bf6 mát með biskup og riddara
15. desember – Pottaskefill
1. Dxd8 mát því biskupinn á f6 er leppur
16. desember – Askasleikir
1. g5 hxg5
2. f6 gxf6
3. h6
eða
1. f6 gxf6
2. exf6 e5
3. g5 hxg5
4. h6 eru bæði dæmi um gegnumbrot
17. desember – Hurðaskellir
1. Dxa8+ Kxa8
2. Rxc7+ Kb7
3. Rxe6 og hvítur vinnur með gaffli
18. desember – Skyrgámur
1. Dh5+ (millileikur) Ke7
2. Hxe4 og það er ekkert mát á d1
19. desember – Bjúgnakrækir
1. Rd7+ Kc8
2. Rb6+ Kb8
3. Dc8+ Hxc8
4. Rd7 kæfingarmát
20. desember – Gluggagægir
1. Dxf8+ Kxf8
2. Hd8 er mát uppi í borði
21. desember – Gáttaþefur
1. Ba7! Dxa7 er patt
Ef svartur tekur ekki biskupinn kemur 2. Bf2 mát
22. Desember – Kjötkrókur
1. Hg6+ (fráskák) Db7
2. Hxg8 mát
23. Desember – Kertasníkir
1. Ha1! Kxa1
2. Kc2 (leikþröng) h5
3. gxh5 g4
4. h6 g3
5. h7 g2
6. h8=D mát
Ekki dugar að leika 1. Hc2+ Kb1 2. Hxa2 Kxa2 3. Ke3 Kb3 4. Ke4 Kc4 5. Kf5 Kd5 6. Kg6 Ke6 7. Kxh6 Kf7 8. Kxg5 Kg7 þar sem svartur nær andspæninu og heldur jafntefli