Jóladagatal TR – #9 Bjúgnakrækir



Á hverjum degi til jóla birtist ein skákþraut á taflfelag.is. Alls verða þrautirnar þrettán talsins, í takt við jólasveinana. Síðasta þrautin mun birtast á Þorláksmessu. Þeir sem ná að leysa þrautirnar geta skilað lausnunum á netfangið bivark@gmail.com í síðasta lagi kl. 20:00 að kvöldi Jóladags, 25. desember. Fram þarf að koma nafn þess sem sendir lausnirnar inn. Dregið verður úr bestu lausnunum og sigurvegarinn fær veglegan jólaglaðning. Jóladagatal TR er ætlað öllum þeim sem eru áhugasamir um skák.

bjugnakraekir

Mynd: Búi Kristjánsson

Bjúgnakrækir hefur alltaf verið mjög hrifinn af mismunandi mátþemum. Hann hefur horft á öll myndbönd skákþjálfarans og FIDE-meistarans Ingvars Þórs Jóhannessonar á Youtube um Mynstursþekkingu (e. Pattern recognition). Hann nýtur þess líka að leysa mátþrautir í puzzle rush á chess.com. Metið hans þar eru 36 þrautir á 5 mínútum. Eftir að hafa þjálfað sig svona vel í mátþemunum er Bjúgnakrækir fljótur að sjá mátleiðir þegar þær bjóðast. Í nýlegri skák á Íslandsmótinu í netskák hafði Bjúgnakrækir hvítt gegn sterkum skákmanni að norðan, liðsmanni í Skákfélagi Akureyrar og fyrrum Reykjavíkurmeistara í skák. Bjúgnakrækir tefldi, eins og alltaf, undir dulnefni sínu Bjuggi en andstæðingur hans kallaði sig Kok-i-bauk. Eftir 20. leik svarts, …Kb8, kom meðfylgjandi staða upp þar sem Bjuggi átti leik.

bjugnakraekir-stodumynd

Geturðu fundið kæfingarmát í 4 leikjum fyrir hvítan?